Innlent

Fjögur kosin í stjórn Sam­taka iðnaðarins

Bjarki Sigurðsson skrifar
Árni Sigurjónsson er formaður Samtaka iðnaðarins.
Árni Sigurjónsson er formaður Samtaka iðnaðarins. SI

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var tilkynnt um úrslit kosninga til stjórnar. Kosningaþátttaka var 76,26% en kosið var um fjögur almenn stjórnarsæti. Sjö framboð bárust til almennra stjórnarsæta.

Þau sem hlutu flest atkvæði og setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára eru:

  • Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál 
  • Karl Andreasson, Ístak 
  • Magnús Hilmar Helgason, Launafl 
  • Þorsteinn Víglundsson, Eignarhaldsfélagið Hornsteinn

Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru:

  • Árni Sigurjónsson, Marel, formaður
  • Arna Arnardóttir, gullsmiður
  • Halldór Halldórsson, Íslenska kalkþörungafélagið
  • Jónína Guðmundsdóttir, Coripharma
  • Hjörtur Sigurðsson, VSB verkfræðistofa
  • Vignir Steinþór Halldórsson, Öxar

Á fundinum var einnig samþykkt ályktun Iðnþings. Í henni fellst meðal annars áskorun á stjórnvöld að greiða götu framkvæmda í þágu orkuskipta, endurskoða þurfi aðgerðir í loftslagsmálum, greiða þurfi götu erlendra sérfræðinga til Íslands og að flækjustig í regluverki sé óþarflega mikið. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×