Sport

Á­kærður fyrir gá­leysis­legan akstur í tengslum við á­rekstur sem varð liðs­fé­laga að bana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jalen Carter er af mörgum talinn verða sá sem verður valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta.
Jalen Carter er af mörgum talinn verða sá sem verður valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta. Steve Limentani/ISI Photos/Getty Images

Jalen Carter, sem af mörgum er talinn verða einn af þeim fyrstu sem verði valinn þegar nýliðaval NFL-deildarinnar fer fram í næsta mánuði, hefur verið ákærður fyrir gáleysislegan akstur í tengslum við árekstur sem varð liðsfélaga hans hjá háskólaliðinu Georgia Bulldogs að bana í janúar á þessu ári.

Devin Willock, sem var liðsfélagi Carter hjá Bulldogs lést í slysinu þann 15. janúar síðastliðinn. Carter er sagður hafa verið að spyrna á bíl sínum í kappi við hinn 24 ára gamla Chandler LeCroy, sem einnig lést í slysinu.

Carter var staddur í Indianapolis í Indianaríki þegar hann var handtökuskipun á hendur honum var gefin út fyrr í dag. Hann var í æfingabúðum þar sem útsendurum liða í NFL-deildinni í amerískum fótbolta gefst tækifæri til að skoða og meta leikmenn áður en valið sjálft fer fram í lok apríl.

Gáleysislegur akstur er álitið minniháttar brot í Georgíuríki þar sem slysið átti sér stað og talsmenn Carters segja að verið sé að vinna í því að hann gefi sig fram við lögreglu.

Eins og áður segir hefur Carter af mörgum talinn verða einn af þeim fyrstu sem verði valinn í nýliðavalið NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta í næsta mánuði. Mel Kiper, sérfræðingur á ESPN, er einn þeirra sem telur að Carter verði valinn fyrstur.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×