Körfubolti

Forseta Íslands fagnað á NBA-leik í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson sést hér á EM kvenna í fótbolta síðasta sumar.
Guðni Th. Jóhannesson sést hér á EM kvenna í fótbolta síðasta sumar. Getty/Harriet Lander

Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er staddur í Bandaríkjunum og var einn af fræga fólkinu sem var kynnt sérstaklega á NBA-leik í nótt.

Guðni Th. er mikill íþróttaáhugamaður eins og við Íslendingar þekkjum vel.

Hann fór á NBA-leik Milwaukee Bucks og Boston Celtics í Milwaukee í nótt en þarna voru að mætast tvö af bestu liðum Austurdeildarinnar í dag.

Guðna Th. var vel fagnað þegar mynd af honum var sett upp á stóra skjáinn í höllinni. Hann var þarna með tveimur sonum sínum.

Bandaríkjamennirnir voru reyndar ekki alveg með nafn forseta Íslands á hreinu og þrátt fyrir að klikka ekki á eð-inu þá bættu þeir auka O við á eftir því.

Hér fyrir neðan má sjá móttökurnar sem Guðni Th. Jóhannesson fékk á leiknum.

Heimamenn í Milwaukee Bucks unnu leikinn 131-125 þar sem þeir Jrue Holiday (40 stig) og Giannis Antetokounmpo (36 stig, 13 fráköst, 9 stoðsendingar) skoruðu saman 76 stig.

Leikurinn var æsispennandi og endaði í framlengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×