Sport

Segir Denny vera hetjuna sem átti svo mikinn þátt í því að bjarga lífi Hamlin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Damar Hamlin, leikmaður Buffalo Bills sést hér fara inn í klefa eftir upphitunina fyrir leikinn afdrifaríka á móti Cleveland Browns.
Damar Hamlin, leikmaður Buffalo Bills sést hér fara inn í klefa eftir upphitunina fyrir leikinn afdrifaríka á móti Cleveland Browns. Getty/Gregory Shamus

NFL-leikmaðurinn Damar Hamlin var lífgaður við á vellinum í leik Buffalo Bills og Cincinnati Bengals á mánudagskvöldið og er á batavegi.

Hinn 24 ára gamli Hamlin hneig niður eftir að hafa staðið upp eftir samstuð en hann lenti i hjartastoppi.

Það þurfti að lífga Hamlin við á vellinum og svo aftur á sjúkrahúsinu en það tókst. Líðan hans hefur nú tekið miklum framförum dag frá degi.

Það vita hins vegar færri að það var einn maður öðrum fremur sem átti mikinn þátt í það fór ekki miklu verr.

Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Albert Breer hjá Sports Illustrated vildi að fólk vissi af því hver hetjan væri sem átti svo mikinn þátt í að bjarga lífi Hamlin.

Hér erum við að tala um aðstoðarstyrktarþjálfara Buffalo Bills liðsins sem heitir Denny Kellington.

Denny var fljótur að hugsa þegar sekúndur skiptu miklu máli og hóf endurlífgun og hjartahnoð nógu snemma sem skipti gríðarlega miklu máli.

Hraði réttra viðbragði áttu mikinn þátt í því að menn eru nú bjartsýnir á því að Hamlin hafi ekki orðið fyrir heilaskaða.

Kellington hefur verið hjá Buffalo Bills síðan árið 2017 en vann í ellefu ár hjá Syracuse University.

NFL

Tengdar fréttir

Hamlin vaknaður og spurði strax hvort liðið hefði unnið

Damar Hamlin, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, er vaknaður eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins gegn Cincinnati Bengals á aðfaranótt þriðjudags. Hann getur tjáð sig með skrifum og spurði strax hvort sínir menn hefðu klárað leikinn með sigri.

Hamlin sýnir framfarir en er ennþá á gjörgæsludeild

Buffalo Bills segja á Twitter-síðu sinni að Damar Hamlin hafi sýnt framfarir eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins aðfaranótt þriðjudags. Hann liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×