Sport

Hamlin sýnir framfarir en er ennþá á gjörgæsludeild

Smári Jökull Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Buffalo Bills söfnuðust saman fyrir utan leikvang félagsins til að biðja fyrir Damar Hamlin.
Stuðningsmenn Buffalo Bills söfnuðust saman fyrir utan leikvang félagsins til að biðja fyrir Damar Hamlin. Vísir/Getty

Buffalo Bills segja á Twitter-síðu sinni að Damar Hamlin hafi sýnt framfarir eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins aðfaranótt þriðjudags. Hann liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild.

Það var í leik Buffalo Bills og Cincinatti Bengals í NFL-deildinni sem Damar Hamlin hné niður eftir samstuð við Tee Higgins útherja Bengals liðsins. 

Sjúkraliðar og læknar hlupu inn á völlinn þegar ljóst var hversu alvarlegt ástand Hamlin var. Þeir reyndu lífgunartilraunir á vellinum í margar mínútur áður en Hamlin var fluttur með sjúkrabíl á Cincinnati Medical Center sjúkrahúsið.

Í yfirlýsingu á Twitter-síðu Buffalo Bills í kvöld er greint frá því að Hamlin sé enn þungt haldinn á gjörgæsludeild en hafi þó sýnt framfarir í gærkvöld og í nótt. 

Stuðningsmenn Bills söfnuðust saman við leikvang liðsins í gærkvöldi þar sem kveikt var á kertum og beðið fyrir Hamlin. Fjölmargir hafa sent kveðjur til Hamlin og Bills á samfélagsmiðlum.

Þá höfðu góðgerðasamtök Damar Hamlin fengið styrki sem nema meira en milljón Bandaríkjadala eða meira en 143 milljónum íslenskra króna aðeins nokkrum klukkustundum eftir atvikið.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×