Sport

Rauk úr út­sendingu og beint á fæðingar­deildina: „Pabbi er á leiðinni“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Robert Griffin hinn þriðji rauk úr beinni útsendingu eftir að hafa fengið símtal um að konan hans væri farin af stað í fæðingu.
Robert Griffin hinn þriðji rauk úr beinni útsendingu eftir að hafa fengið símtal um að konan hans væri farin af stað í fæðingu. Vísir/Getty

Robert Griffin III var í beinni útsendingu hjá ESPN í gærkvöldi þegar hann tók skyndilega upp símann. Hann rauk svo af stað þegar í ljós kom að konan hans væri komin með hríðir.

Robert Griffin III var valinn annar í nýliðavalinu árið 2012 af Washington Redskins. Hann byrjaði af miklum krafti í deildinni en lenti svo í erfiðum meiðslum og lagði skóna á hilluna árið 2020 eftir að hafa leikið fjögur tímabil með Redskins, eitt tímabil með Cleveland Browns og þrjú tímabil með Baltimore Ravens.

Griffin starfar núna sem sérfræðingur í útsendingum ESPN frá NFL deildinni sem og háskólaboltanum. Í gær var hann við störf á undanúrslitaleik Michican og TCU þegar hann tók skyndilega upp símann í miðri útsendingu, samstarfsmönnum hans til töluverðar undrunar. 

Griffin tók svo skyndilega á rás og í ljós kom að kona hans var komin með hríðir og á leið á fæðingardeildina.

Griffin greindi frá atburðarásinni á Twitter síðu sinni og greindi frá því að hann væri kominn í flugvél á leiðinni heim og bað konuna sína um að halda í sér.

Síðar um kvöldið kom svo í ljós að barnið ákvað að láta bíða eftir sér.

„Barnið okkar ákvað að það væri ekki ennþá kominn tími á að koma út. Hún hlýtur að hafa vitað að mamma og pabbi eyða gamlárskvöldi aldrei í sitt hvoru lagi. Guð vissi hvar ég þurfti að vera,“ skrifaði Griffin. 

Eiginkona Griffin, Grete Griffin, var hins vegar þakklát fyrir að hann hafi drifið sig af stað í fyrstu flugvélina.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×