Sport

Þjálfari Denver Broncos rekinn eftir fimmtán leiki í starfi

Andri Már Eggertsson skrifar
Nathaniel Hackett að ræða við Russell Wilson, leikstjórnanda Denver Broncos
Nathaniel Hackett að ræða við Russell Wilson, leikstjórnanda Denver Broncos Vísir/Getty

Denver Broncos rak Nathaniel Hackett, aðalþjálfara liðsins, innan við sólarhring eftir niðurlægjandi tap gegn Los Angeles Rams 14-51. Nathaniel Hackett tók við Denver Broncos fyrir tímabilið en Broncos hefur aðeins unnið fjóra leiki á tímabilinu.

Nathaniel Hackett er fimmti aðalþjálfarinn frá 1970 sem fær ekki að klára sitt fyrsta tímabil sem þjálfari. Hann kemst þá í hóp með Urban Mayer, Bobby Petrino, Pete McCulley og Lou Holtz.

Eftir að Denver Broncos vann Super Bowl árið 2016 í síðasta leik Peyton Manning á ferlinum hefur félaginu ekki tekist að komast í úrslitakeppnina sjö tímabil í röð en ekkert félag sem hefur unnið Super Bowl hefur þurft að bíða svona lengi eftir að komast í úrslitakeppnina.

Samkvæmt heimildum Adam Schefter tekur Jerry Rosburg við sem bráðabirgðar þjálfari Denver Broncos en hann var aðstoðarþjálfari Denver áður en Nathaniel Hackett var rekinn. Búið er að tilkynna leikmönnum Denver Broncos frá þessum breytingum.

Næsti leikur Denver Broncos er gegn Kansas City Chiefs sunnudaginn 1. janúar. 

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×