Sport

Komst aftur í sögubækurnar fyrir að tapa niður forskoti

Andri Már Eggertsson skrifar
Matt Ryan í leik gærkvöldsins gegn Vikings
Matt Ryan í leik gærkvöldsins gegn Vikings Vísir/Getty

Matt Ryan, leikstjórnandi Indianapolis Colts, komst í sögubækurnar í nótt þegar hann tapaði gegn Minisota Vikings 39-36 eftir að hafa verið 33 stigum yfir í hálfleik. Þetta var stærsta endurkoma í sögu NFL-deildarinnar. 

Reynsluboltinn Matt Ryan er á sínu fimmtánda tímabili í NFL deildini en hann var í Atlanta Falcons í áraraðir en skipti yfir í Indianapolis Colts eftir síðasta tímabil. Matt Ryan komst í úrslitaleik Ofurskálarinnar árið 2016 þar sem hann tapaði gegn New England Patroits 28-34. Atlanta Falcons komst 25 stigum yfir í leiknum en tapaði því niður sem er met í úrslitaleik Ofurskálarinnar. 

Matt Ryan lét það ekki duga að vera á verri endanum í stærstu endurkomu Ofurskálarinnar heldur tapaði hann í nótt niður 33 stiga forystu í seinni hálfleik gegn Minisota Vikings í NFL-deildinni en aldrei hefur lið tapað niður 33 stiga forskoti áður. 

Eftir tap gærkvöldsins hefur Matt Ryan verður hafður af hár og spotti á samfélagsmiðlum þar sem leikstjórnandinn hefur gert það að listgrein að tapa niður góðri forystu. 

 Julio Edelman, fyrrum útherji NFL-deildarinnar, spilaði í Ofurskálinn árið 2016 gegn Matt Ryan  sagði í viðtali við útvarpsstöðina Boston. 

„Þetta var rosalegur leikur. Það eru álög á honum.“ Að tapa niður góðu forskoti er greinilega ekki vandamál Atlanta Falcons heldur Matt Ryan. 

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×