Sport

Snæfríður Sól setti aftur Íslandsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snæfríður Sól Jórunnardóttir stóð sig mjög vel í fyrri grein sinni á heimsmeistaramótinu.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir stóð sig mjög vel í fyrri grein sinni á heimsmeistaramótinu. Getty/Quinn Rooney

Íslenska sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir varð í fimmtánda sæti í undanúrslitum í 100 metra skriðsundi á HM í 25 metra laug í Melbourne í Ástralíu.

Snæfríður Sól kom í mark á 53,19 sekúndum og bætti þar með Íslandsmetið í annað skiptið í dag.

Hún kom með 27. besta tímann inn á mótið og náði því að hækka sig um tólf sæti sem er frábær árangur.

Snæfríður var 52 sekúndubrotum frá því að komst í úrslitasundið en síðast inn í úrslit var kanadíska sundkonan Taylor Ruck á 52,27 sekúndum.

Besta tímanum í undanúrslitunum náði hin ástralska Emma McKeon sem synti á 51,28 sekúndum.

Snæfríður er 22 ára gömul og í hóp yngstu keppendanna í undanúrslitunum.

Snæfríður setti Íslandsmet og náði fimmtánda sætinu í undanrásum þegar hún synti á 53,21 sekúndum. Hún hafði setti það met sjálf fyrir aðeins mánuði síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×