Sport

Það trúa fáir að þessi fótboltastrákur sé bara tólf ára gamall

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
HInn tólf ára gamli Jeremiah Johnson með verðlaunin sín.
HInn tólf ára gamli Jeremiah Johnson með verðlaunin sín. Fésbókin/Generation Nexxt

Jeremiah Johnson er kannski nafn sem áhugamenn um ameríska fótboltann ættu jafnvel að fara að leggja á minnið.

Það eru reyndar nokkur ár í það að hann spili í NFL-deildinni en það vantar ekki samt verðlaunin og titlana hjá stráknum.

Johnson og félagar hans í Dragon Elite Academy unnu bandaríska krakkatitilinn fjórða árið í röð í gær og hann var enn á ný kosinn mikilvægasti leikmaðurinn.

Að þessu sinni voru þeir að keppa í flokki liða skipaða tólf ára drengjum. Þar liggur ástæðan af hverju myndir af Jeremiah Johnson fljúga um Internetið eftir enn ein MVP verðlaunin hans.

Það trúa nefnilega mjög fáir að Jeremiah sé bara tólf ára gamall.

Hér fyrir neðan má sjá hann með bikarinn fyrir að vera kosinn bestur og hér fyrir neðan tók áhugamaður stutt viðtal við hann eftir leikinn til að fá það staðfest að hann væri bara tólf ára gamall.

Strákurinn er mjög stór og fullorðinslegur og státar líka myndarlegu yfirvararskeggi. Hann hefur spilað með sínum árgangi frá því að hann var átta ára gamall og miðað við líkamlegu yfirburði hans er ekkert skrýtið að Dragon Elite Academy sé með besta liðið og hann sé ítrekað valinn sá mikilvægasti.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×