Innlent

86 prósent 735 nýrra stöðugilda á klínískum deildum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Samkvæmt minnisblaði Landspítalans virðist gæta misskilnings hvað varðar fjölgun starfsmanna.
Samkvæmt minnisblaði Landspítalans virðist gæta misskilnings hvað varðar fjölgun starfsmanna. Vísir/Vilhelm

Stöðugildum á Landspítalanum fjölgaði um 735 árin 2016 til 2021. Þar af voru 86 prósent á klínískum deildum og/eða í klínískum verkefnum.

Frá þessu greinir Morgunblaðið og vitnar í minnisblað Landspítalans.

Í minnisblaðinu virðist vera leitast við að leiðrétta þær staðhæfingar að fjölgun starfsmanna hafi verið mest í skrifstofustörfum en þar segir að skipulagsbreytingar hafi mögulega valdið rangtúlkunum.

„Í dag er haldið utan um sérnám lækna innan kjarna „framkvæmdastjórnar hjúkrunar og lækninga“ en vissulega eru sérnámslæknarnir dreifðir um klínískar deildir spítalans eftir námi og námsframvindu. 2021 voru þetta um það bil 220 sérnámslæknar, sem útskýrir aukningu innan þess kjarna,“ stendur í minnisblaðinu, samkvæmt Morgunblaðinu.

Þá varð sú breyting árið 2021 að starfsheitið „kandídat“ var lagt niður og „læknir í sérnámsgrunni“ tekið upp. 

Samhliða því fengu umræddir læknar tafarlaust lækningaleyfi þegar þeir hófu störf en áður þurftu kandídatar að ljúka kandídatsárinu áður en þeir fengu lækningaleyfi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×