Erlent

Einn al­var­lega særður eftir skot­á­rás í út­hverfi Óslóar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mikill viðbúnaður lögreglunnar í hverfinu Tøyen í Ósló.
Mikill viðbúnaður lögreglunnar í hverfinu Tøyen í Ósló. vísir/epa

Að minnsta kosti einn hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir skotárás í Tøyen í Ósló. Enn er árásarmannsins leitað. 

Lögreglan í Ósló fékk tilkynningu upp úr klukkan 9 í kvöld að staðartíma, Aftenposten greinir frá. Þar segir að fjöldi fólks hafi verið í miðbæjarkjarna Tøyen en samkvæmt frétt Aftenposten er lögreglan í Ósló meðvituð um erjur glæpahópa á þeim slóðum. 

Haft er eftir heimildarmanni blaðsins að heyrst hafi í háværum rifrildum tveggja manna og í kjölfarið hafi heyrst einn eða tveir skothvellir. 

„Maðurinn gæti hafa verið skotinn á Sushi-veitingastað, hvort sem er fyrir utan hann eða fyrir innan,“ er haft eftir Steinar Bjerke, lögreglumanni í Ósló. Hann segir lögregluna vera með mikinn viðbúnað á staðnum. 

Hinn særði er ungur maður sem er sagður hafa verið skotinn í efri hluta líkamans með skammbyssu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×