Sport

Einar Margeir hirti metið af Daða í nokkrar mínútur

Hjörvar Ólafsson skrifar
Einar Margeir átti metið í nokkrar mínútur. 
Einar Margeir átti metið í nokkrar mínútur.  Mynd/sundsamband Íslands

Tvö unglingamet voru sett á World Cup mótaröðinni í sundi sem hófst í Berlín í Þýskalandi í morgun.

Einar Margeir Ágústsson synti 50 metra bringusund á tímanum 27,94 sekúndum og bætti þar mðe unglingametið í greininni sem Daði Björnsson setti í september síðastliðnum með því að syndas vegalengdina á 27,95 sekúndum.

Nokkrum mínútum á eftir Einari Margeiri stakk Daði sér til sunds og endurheimti metið en hann synti á 27,61 sekúndum.

Íslenska sundfólkið átti góðan morgun í Berlín, en mikið var um persónulegar bætingar.

Freyja Birkisdóttir bætti tíma sinn í 200 metra skriðsundi þegar hún synti á tímanum 2.04,16, gamli tími hennar var 2.05,35. 

Steingerður Hauksdóttr bætti einnig tíma sinn í 100 metra baksundi 1.02,76, gamli tími hennar var 1.02,95.

Birnir Freyr Hálfdánarson synti 200 metra fjórsund á,2.04,27 sem er nálægt hans besta tíma. Símon Elías Statkevicius synti 100 metra skriðsund á tímanum 51,18.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×