Innlent

Steen Magnús ráðinn yfir­­­læknir heila- og tauga­­skurð­­lækninga

Bjarki Sigurðsson skrifar
Steen Magnús Friðriksson er nýr yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga hjá Landspítalanum.
Steen Magnús Friðriksson er nýr yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga hjá Landspítalanum. Vísir

Steen Magnús Friðriksson hefur verið ráðinn yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga hjá Landspítalanum. Steen Magnús hefur starfað sem yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg síðastliðin sex ár.

Steen Magnús lauk námi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1986 og níu árum seinna lauk hann sérnámi í heila- og taugaskurðlækningum við háskólasjúkrahúsið í Linköping í Svíþjóð. Þar varði hann einnig doktorsverkefni sitt í heila- og taugaskurðlækningum árið 2004.

Hann hefur starfað á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð síðan árið 2005, fyrst sem yfirlæknir taugagjörgæslu og síðar sem yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×