Fótbolti

Sigur í fyrsta deildarleik Jóns Dags í Belgíu

Hjörvar Ólafsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson og samherjar hans hjá OH Leuven fara vel af stað í deildinni. 
Jón Dagur Þorsteinsson og samherjar hans hjá OH Leuven fara vel af stað í deildinni.  Vísir/Getty

Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í fótbolta, lék fyrstu 80 mínúturnar tæpar þegar lið hans OH Leuven lagði KV Kortrijk að velli með tveimur mörkum gegn engu í fyrstu umferð belgísku efstu deildarinnar í kvöld. 

Þetta var fyrsti deildarleikur Jóns Dags fyrir OH Leuven en hann gekk til liðs við félagið frá danska félaginu AGF fyrr í sumar. 

Jón Dagur lék á vinstri vængnum í leikkerfinu 1-3-4-3 í þessum leik. Þessi 23 ára gamli leikmaður hafði skorað eitt mark og lagt upp annað í æfingaleikjum OH Leuven á undirbúningstímabilinu. 

Það voru Mathieu Maertens og Mousa Al Tamari sem skoruðu mörk OH Leuven í þessum leik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×