Fótbolti

Hörður Björgvin kynntur til leiks hjá nýja félaginu sínu

Hjörvar Ólafsson skrifar
Dvöl Harðar Björgvins Magnússonar hjá CSKA Moskvu er lokið. 
Dvöl Harðar Björgvins Magnússonar hjá CSKA Moskvu er lokið.  Vísir/Getty

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, hefur skrifað undir samning við gríska félagið Panathinaikos og fetar þar af leiðandi í fótspor Helga Sigurðsson sem lék með liðinu frá 1999 til 2001.

Hörður Björgvin var samningslaus en hann hefur verið í herbúðum rússneska félagsins CSKA Moskvu síðustu fjögur keppnistímabil. 

Þessi 29 ára gamli varnarmaður skrifa undir tveggja ára samning við Panathinakos en auk CSKA Moskvu hefur Hörður Björgvin leikið Fram, Juventus, Spezia, Cesena og Bristol City á ferli sínum. 

Á síðasta keppnistímabili varð Panathinaikos í fjórða sæti grísku efstu deildarinnar og varð bikarmeistari í 19. skipti í sögu félagsins.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×