Fótbolti

Tottenham bætir við sig miðverði

Hjörvar Ólafsson skrifar
Clement Lenglet mun leika með Tottenham Hotspur á næsta tímabili. 
Clement Lenglet mun leika með Tottenham Hotspur á næsta tímabili.  Vísir/Getty

Clement Lenglet er að ganga í raðir Tottenham Hotspur á lánssamningi frá Barcelona en samningurinn mun gilda út komandi keppnistímabil.

Þessi 27 ára gamli franski miðvörður verður fimmti leikmaðurinn sem Antonio Conte fær til liðs við sig fái Lenglet atvinnuleyfi á enskri grundu.

Áður hafði Tottenham Hotspur samið við Fraser Forster, Ivan Perisic, Yves Bissouma og Richarlison.

Lenglet, sem er örvfættur miðvörður, mun hitta nýja liðsfélaga sína í ferð Tottenham Hotspur til Suður-Kóreu í dag. 

Á síðustu leiktíð spilaði Lenglet sjö deildarleiki og nokkuð ljóst að hann var ekki í framtíðarplönum Xavi hjá Katalóníufélaginu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×