Fótbolti

Di Maria semur við Juventus og Pogba á leiðinni

Atli Arason skrifar
Angel Di Maria fær treyju númer 22 hjá Juventus.
Angel Di Maria fær treyju númer 22 hjá Juventus. Getty Images

Ítalska liðið Juventus tilkynnti í kvöld að hinn argentínski Angel Di Maria væri búinn að skrifa undir eins árs samning við félagið. Stuttu síðar lenti Paul Pogba lenti í Tórínó til að ganga frá sínum samningi við liðið.

Di Maria kemur til Juventus frá PSG á frjálsri sölu þar sem samningur hans við franska félagið var útrunninn. Samningur Pogba við Manchester United var sömuleiðis útrunninn og kemur hann því einnig á frjálsri sölu til ítalska liðsins.

Di Maria er 34 ára gamall. Hann lék 295 leiki með PSG og skoraði í þeim 93 mörk en Di Maria hefur meðal annars leikið með Real Madrid og Manchester United á sínum ferli.

Pogba lék með Juventus áður en Manchester United keypti hann á 105 milljónir evra árið 2016. Pogba skoraði 39 mörk í 232 leikjum fyrir Manchester United en ásamt Manchester United og Juventus hefur Pogba einnig leikið með unglingaliði Le Havre á sínum ferli. Pogba er 29 ára gamall. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×