Fótbolti

Sjáðu N1 mótið á Akur­eyri: Forsetinn lét sjá sig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gaupi ræðir við Guðna Th., forseta Íslands.
Gaupi ræðir við Guðna Th., forseta Íslands. Stöð 2 Sport

Það var heldur betur líf og fjör á Akureyri frá 29. júní til 2. júlí er N1 mótið í fótbolta fór fram. Metþáttaka var í ár er 216 lið mættu til leiks.

N1 mótið fór fram í 36. sinn í ár. Líkt og svo oft áður lék veðrið við gesti mótsins en rúmlega 2000 keppendur mættu til leiks að þessu sinni. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, mætti á mótið er Sumarmótin fjölluðu að sjálfsögðu um eitt skemmtilegasta móts landsins.

Breiðablik og Stjarnan mættust í úrslitum Argentísku deildarinnar.Stöð 2 Sport

Þátt sumarmótanna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan sem og sigurvegara hverrar deildar fyrir sig.

  • Argentíska deildin: Breiðablik 
  • Brasilíska deildin: KA 
  • Chile deildin: Afturelding 
  • Danska deildin: Fram 
  • Enska deildin: Þróttur 
  • Franska deildin: Breiðablik 
  • Gríska deildin: KFR 
  • Hollenska deildin: Valur 
  • Íslenska deildin: Stjarnan 
  • Japanska deildin: KA
  • Kólumbíska deildin: KA 
  • Mexíkóska deildin: KA 
  • Norska deildin: HK og FH
Klippa: N1 mótið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×