Fótbolti

Spánn tyllti sér á topp riðils síns

Hjörvar Ólafsson skrifar
Pablo Sarabia var á skotskónum fyrir Spánverja í kvöld. 
Pablo Sarabia var á skotskónum fyrir Spánverja í kvöld.  Vísir/Getty

Spánn bar sigurorð af Tékklandi þegar liðin áttust við í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta á Estadio La Rosaleda í Malaga í kvöld.

Það voru Carlos Soler og Pablo Sarabia sem skoruðu mörk Spánverja í leiknum. 

Portúgal, sem vermdi fyrir leiki kvöldsins toppsæti riðilsins, laut í lægra haldi fyrir Sviss með einu marki gegn einu í leik liðanna í Genf.  

Haris Seferovic skoraði sigurmarki svissneska liðsins í þeim leik. 

Spánn er með átta stig á toppnum i riðlinum, Portúgal kemur þar á eftir með sjö stig, Tékkland hefur fjögur stig í þriðja sæti og Sviss var að næla sér í sín fyrstu stig í riðlakeppninni með sigrinum í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×