Fótbolti

De Bru­yne urðar yfir Þjóða­deildina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kevin De Bruyne hefur leikið 88 leiki í búning belgíska landsliðsins. Hann er ekki spenntur fyrir komandi verkefni.
Kevin De Bruyne hefur leikið 88 leiki í búning belgíska landsliðsins. Hann er ekki spenntur fyrir komandi verkefni. EPA-EFE/Peter Powell

Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður Englandsmeistara Manchester City, er ekki beint aðdáandi Þjóðadeildarinnar í fótbolta.

Þjóðadeildin fer af stað á nýjan leik í vikunni. Ísland leikur tvo leiki á næstu dögum en þann 2. júní leikur Ísland gegn Ísrael ytra og fjórum dögum síðar gegn Albaníu, einnig ytra. Ekki eru allir ánægðir með Þjóðadeildina þar sem hún er talin auka álag leikmanna enn frekar.

De Bruyne er einn af þeim en hann er lykilmaður í belgíska landsliðinu. Eftir að hafa spilað 45 leiki i öllum keppnum – og skorað 19 mörk ásamt því að leggja upp 14 til viðbótar – þá hefur Belginn lítinn áhuga á að spila það sem er að hans mati ekkert nema vináttulandsleikir.

„Þjóðadeildin skiptir mig litlu máli. Þetta eru bara vináttulandsleikir eftir langt og strembið tímabil. Ég er ekki spenntur,“ sagði De Bruyne um næsta verkefni sitt með landsliðinu en Belgía mætir Hollandi, Póllandi og Wales í júnímánuði.

De Bruyne hefur áður gagnrýnt þá sem valdið hafa og sagt að FIFA og UEFA hugsi aðeins um að þéna sem mestan pening á meðan velferð leikmanna er sett í aftursætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×