Handbolti

Elvar Örn ekki með á morgun vegna meiðsla

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Meiddur á öxl.
Meiddur á öxl. EPA-EFE/Khaled Elfiqi

Íslenska landsliðið í handbolta verður án lykilmanns í leiknum mikilvæga gegn Austurríki á morgun í HM umspilinu.

Leikstjórnandinn Elvar Örn Jónsson er meiddur og mun ekki vera í leikmannahópi Íslands á morgun þegar liðið mætir Austurríki að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Elvar meiddist á öxl í leiknum gegn Austurríki ytra á miðvikudag og þarf að fara í myndatöku áður en næstu skref verða ákveðin.

Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason voru utan hóps í leiknum á miðvikudag.

Ísland vann fjögurra marka sigur í fyrri leiknum, 30-34, og óhætt að segja að strákarnir okkar séu með pálmann í höndunum fyrir verkefni morgundagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×