Sport

Dagskráin í dag: Nóg af allskonar bolta

Atli Arason skrifar
Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt eiga leik gegn Roma á Stöð 2 Sport 3. 
Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt eiga leik gegn Roma á Stöð 2 Sport 3.  Bára Dröfn Kristinsdóttir

Það eru 8 beinar útsendingar á sport stöðvum Stöðvar 2 í dag og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Golf, úrslitakeppnin í körfubolta, Evrópu fótbolti og eFótbolti verður á hlaðborðinu í dag.

Stöð 2 eSport

Íslenska landsliðið í eFótbolta leikur í undankeppni FIFAe Nations Series og hefst útsending klukkan 14.50. Ísland mun leika gegn Svíþjóð, Portúgal, Ítalíu og Spáni.

Stöð 2 Sport

Önnur viðureign Hauka og Vals í undanúrslitum úrslitakeppni Subway-deildar kvenna verður leikinn í Ólafssal á morgun. Útsending af leiknum hefst klukkan 18.05. Haukar leiða einvígið 1-0.

Strax í kjölfarið hefst viðureign Njarðvíkur og Fjölnis klukkan 20.05. Fjölnir leiðir 1-0.

Subway Körfuboltakvöld gerir svo báða leikina upp í samantekt sinni strax að leik loknum klukkan 22.00.

Stöð 2 Sport 2

Fyrri leikur Feyenoord og Slavia Prag í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar fer fram á morgun og bein útsending fer af stað klukkan 16.35. 

Að þeim leik loknum tekur við viðureign Frankfurt og Barcelona í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, klukkan 18.50.

Stöð 2 Sport 3

Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt mæta ítalska stórliðinu Roma í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Sýnt verður beint frá leiknum klukkan 18.50.

Stöð 2 Sport 4

Braga og Rangers mætast í sinni fyrri viðureign 8-liða úrslita Evrópudeildarinnar. Útsending hefst klukkan 18.50.

Stöð 2 Golf

Sýnt verður frá Augusta Masters mótinu klukkan 19.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×