Handbolti

Haukur snýr aftur í landsliðið og mikil ábyrgð á herðum Óðins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson fær stórt tækifæri í leikjunum gegn Austurríki.
Óðinn Þór Ríkharðsson fær stórt tækifæri í leikjunum gegn Austurríki. vísir/vilhelm

Haukur Þrastarson snýr aftur í íslenska handboltalandsliðið fyrir leikina gegn Austurríki í umspili um sæti á HM 2023.

Haukur hefur lítið spilað með landsliðinu að undanförnu og misst af síðustu tveimur stórmótum vegna meiðsla.

Guðmundur Guðmundsson hefur valið átján manna hóp fyrir leikina gegn Austurríki. Liðin mætast í Bregenz 13. apríl og á Ásvöllum þremur dögum seinna.

Sigvaldi Guðjónsson er frá vegna meiðsla og Óðinn Þór Ríkharðsson er eini hægri hornamaðurinn í íslenska hópnum.

Ágúst Elí Björgvinsson og Kristján Örn Kristjánsson eru ekki í hópnum en þeir spiluðu á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar.

Leikirnir gegn Austurríki verða þeir fyrstu hjá íslenska liðinu síðan á EM. Þar endaði Ísland í 6. sæti. Íslenska liðið kom hins vegar saman til æfinga í síðasta mánuði. Þá gerði Guðmundur einnig nýjan samning við HSÍ. 

Íslenski hópurinn

Markverðir:

  • Björgvin Páll Gústavsson, Valur (240/16)
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (33/1)

Aðrir leikmenn:

  • Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (67/78)
  • Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (156/607)
  • Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (87/257)
  • Daníel Þór Ingason, Bailingen-Weilstetten (36/11)
  • Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (19/23)
  • Elvar Ásgeirsson, Nancy (5/12)
  • Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (51/132)
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (35/63)
  • Haukur Þrastarsson, Vive Tauron Kielce (20/22)
  • Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (54/81)
  • Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (9/9)
  • Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44)
  • Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (64/209)
  • Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (27/26)
  • Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (29/68)
  • Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckat Löwen (60/31)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×