Handbolti

Sigursteinn Arndal: Það er uppskrift af svona tapi

Þorsteinn Hjálmsson skrifar
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vilhelm Gunnarsson

FH tapaði sannfærandi í kvöld gegn ÍBV í Kaplakrika. Fimm marka tap staðreynd. Lokatölur 29-34.

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, fannst margt að í leik sinna manna í kvöld.

„Við erum ekki vanir að tapa hérna en við töpuðum sannfærandi í dag og áttum ekki meira skilið út úr þessum leik. Við gerum allt of mikið af tæknifeilum, skotnýtingin er afleidd og við hlaupum ekki nógu vel til baka. Þannig að það er uppskrift af svona tapi.“

Lið FH tapaði boltanum tólf sinnum í fyrri hálfleik. Aðspurður hvort hann hefði útskýringu á þessum gríðarlega fjölda tapaðra bolta í fyrri hálfleik hafði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, þetta að segja.

„Nei, akkúrat núna hef ég ekki þá útskýringu. En það er náttúrulega bara afleitt og ekki FH-liði sæmandi.“

Það styttist óðfluga í úrslitakeppnina í Olís-deildinni. Eftir að vera búnir að tapa tveimur heimaleikjum í röð nokkuð sannfærandi virðast FH-ingar ekki vera vel staddir fyrir aðalballið.

„Akkúrat í kvöld erum við ekki vel staddir, en það er bara í þessu eins og öðru að maður þarf bara að vera klár í næsta leik og við höfum ekki tíma til að svekkja okkur. Það er leikur á laugardag og nú þarf bara að hugsa vel um skrokkinn og við þurfum bara að finna okkar leik til þess að, sem hefur verið með hreint ágætum í allan vetur. Það þýðir ekkert að fara of langt niður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×