Fótbolti

Chong hótað lífláti af innbrotsþjófum

Atli Arason skrifar
Tahith Chong á æfingu hjá Manchester United 
Tahith Chong á æfingu hjá Manchester United  Getty Images

Grímuklæddir ræningjar brutust inn á heimili Tahith Chong, leikmanni Manchester United, klukkan 3 um nótt og rændu varningi upp á mörg þúsund pundum, meðal annars úrum og skartgripum. Ræningjarnir héldu einnig hnífi að hálsi Chong og hótuðu honum lífláti.

Breskir miðlar greina frá þessu í gær en atvikið átti sér stað 16. janúar síðastliðin. „Hann vaknaði upp við þrjá vopnaða grímuklædda menn sem héldu hnífi upp að hálsi hans og skipuðu honum að sækja verðmæti,“ hefur The Sun eftir ónefndum heimildarmanni.

Heimildarmaðurinn segir að þjófarnir vissu alveg hvað þeir voru að gera og hverju þeir væru á eftir. Þeir hafi þekkt leikmanninn með nafni og greinilega þaulvanir. Sennilega hafa þeir rænt aðra leikmenn áður.

Chong, sem nú leikur á láni hjá Birmingham City, er ekki fyrsti knattspyrnumaðurinn í Manchester borg sem brotist hefur verið inn til undanfarið. Frá jólum hefur einnig verið brotist inn til João Cancelo, Jesse Lingard, Paul Pogba og Victor Lindelöf í hrinu innbrota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×