Innlent

Sigurður Torfi leiðir lista VG í Ár­borg

Atli Ísleifsson skrifar
Frambjóðendur á lista Vinstri grænna í Árborg.
Frambjóðendur á lista Vinstri grænna í Árborg. VG

Sigurður Torfi Sigurðsson ráðunautur leiðir lista Vinstri grænna í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 14. maí. Listinn var samþykktur á félagsfundi VG í Árborg í gærkvöld.

Í tilkynningu segir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi verið sérstakur gestur fundarins og rætt stöðu stjórnmálanna við fundargesti.

Sigurður Torfi Sigurðsson.VG

„Í öðru sæti listans í Árborg er Guðbjörg Grímsdóttir framhaldskólakennari og Jón Özur Snorrason í þriðja. 

Formaður Vinstri grænna í Árborg, Sædís Ósk Harðardóttir, segir að fundurinn hafi verið kraftmikill og hugur sé í fólki. Sædís situr sjálf er í fjórða sæti.“

Að neðan má sjá listann í heild sinni.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×