Körfubolti

„Ætlum að reyna að vinna rest og sjá hvað gerist“

Ísak Óli Traustason skrifar
Sigtryggur Arnar Björnsson átti góðan leik í kvöld.
Sigtryggur Arnar Björnsson átti góðan leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Tindastóll vann mikilvægan sigur á löskuðu liði Keflavík í kvöld. Lokatölur 101-76. Sigtryggur Arnar Björnsson átti frábæran leik og endaði með 35 stig, átta fráköst, sjö stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Af þessum 35 stigum komu 30 fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem Arnar setti niður tíu af 18 skotum.

„Þetta var mjög stór leikur og ná innbyrðis á Keflavík er risastórt, er mjög sáttur eftir þennan leik,“ sagði Arnar.

Það var góð stemmning í Síkinu hér í kvöld og var Arnar ánægður með stuðninginn. Hann taldi þeir eigan stóran þátt í þessum sigri.

„Þeir gefa manni þessa auka orku sem maður þarf og allt credit fer á þá,“ sagði Arnar.

Keflavík mætti með laskað lið þar sem vantaði þrjá af sjö leikmönnum sem spila flestar mínútur fyrir þá.

„Það gerist of ef að það vantar tvo mikilvæga menn í liðið þá kemur vanmat en það kemur maður í manns stað, það eru fimm leikmenn inn á vellinum sem geta allir spilað körfu og það má ekki vanmeta neitt lið í þessari deild,“ sagði Arnar.

Arnar virtist hafa gaman að því að spila þennan leik og skein af honum leikgleðin, taldi Arnar að „stuðningurinn sem að við fáum rífur okkur í gang og geggjað að sjá alla aftur í stúkunni.“

Þetta er fimmti sigurleikur Tindastóls í röð, aðspurður út í það hvort Arnar og félagar horfi ekki á fjórða sætið í deildinni sem gefur heimavallarétt í úrslitakeppninni sagði Arnar að þeir taki bara einni leik í einu.

„Ætlum að reyna að vinna rest og sjá hvað gerist.“

Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×