Innlent

Almar efstur á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ

Smári Jökull Jónsson skrifar
Almar Guðmundsson er efstur á lista Sjálfstæðismanna í Garðabæ en Áslaug Hulda Jónsdóttir tilkynnti í vikunni að hún myndi ekki þiggja annað sæti listans eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Almari í prófkjöri flokksins.
Almar Guðmundsson er efstur á lista Sjálfstæðismanna í Garðabæ en Áslaug Hulda Jónsdóttir tilkynnti í vikunni að hún myndi ekki þiggja annað sæti listans eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Almari í prófkjöri flokksins. Vísir/Vilhelm

Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur birt framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Almar Guðmundsson leiðir listann en hann sigraði í prófkjöri flokksins fyrr í mánuðinum. 

Almar hefur setið sem bæjarfulltrúi síðan 2014 en hann var í sjötta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum. Hann hafði sigur í baráttunni um oddvitasætið í prófkjöri flokksins en Áslaug Hulda Jónsdóttir, sem lenti í öðru sæti prófkjörsins, ákvað að afþakka sæti á listanum í kjölfarið.

Ætla má að Almar verði bæjarstjóri Garðabæjar eftir kosningar ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur meirihluta sínum en flokkurinn hlaut átta bæjarfulltrúa kosna af alls ellefu í kosningunum árið 2018.

Gunnar Einarsson hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar síðastliðin sautján ár en hann tilkynnti fyrir skömmu að hann hygðist hætta að loknum kosningum. Gunnar situr í heiðurssæti listans fyrir kosningarnar í maí.

Hér má sjá listann í heild sinni.

  1. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
  2. Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi.
  3. Sigríður Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
  4. Margrét Bjarnadóttir, matreiðslumaður og laganemi.
  5. Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur.
  6. Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
  7. Guðfinnur Sigurvinsson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varabæjarfulltrúi.
  8. Stella Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi.
  9. Harpa Rós Gísladóttir, mannauðssérfræðingur.
  10. Bjarni Th. Bjarnason, rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi.
  11. Lilja Lind Pálsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur.
  12. Sigrún Antonsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
  13. Eiríkur Þorbjörnsson, Msc. í öryggis- og áhættustjórnun.
  14. Inga Rós Reynisdóttir, viðskiptastjóri.
  15. Vera Rut Ragnarsdóttir, viðburðastjóri og sjúkraliði.
  16. Sveinbjörn Halldórsson, löggiltur fasteignasali.
  17. Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri.
  18. María Guðjónsdóttir, lögfræðingur.
  19. Kristjana Sigursteinsdóttir, kennari.
  20. Guðjón Máni Blöndal, háskólanemi.
  21. Stefanía Magnúsdóttir, fv. formaður félags eldri borgara í Garðabæ.
  22. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri.

Tengdar fréttir

Áslaug Hulda þiggur ekki sætið í Garðabæ

Áslaug Hulda Jónsdóttir, sem sóttist eftir 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ á dögunum, ætlar ekki að þiggja annað sætið á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta herma heimildir Innherja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×