Fótbolti

Guðlaugur Victor og félagar halda í við toppliðin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke unnu mikilvægan sigur í dag.
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke unnu mikilvægan sigur í dag. Twitter/Schalke

Guðlaugur Victor Pálsson bar fyrirliðabandið í mikilvægum 2-1 sigri Schalke gegn Hannover í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Ko Itakura kom heimamönnum í Schalke í forystu stuttu fyrir hálfleik, áður en Cedric Teuchert jafnaði metin fyrir gestina á 50. mínútu.

Rodrigo Zalazar Martinez kom Schalke yfir á ný fjórum mínútm síðar og þar við sat. Niðurstaðan varð 2-1 sigur Schalke, en liðið er nú með 47 stig í fjórða sæti deildarinnar þegar liðið hefur leikið 27 leiki.

Guðlaugur og félagar eru aðeins fjórum stigum á eftir toppliði St. Pauli, en efstu tvö liðin fara beint upp í þýsku úrvalsdeildina. Þriðja sætið gefur keppnisrétt í umspili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×