Benfica tryggði sér sæti í átta liða úrslitum

Benfica er á leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Benfica er á leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. ANP via Getty Images

Portúgalska liðið Benfica er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 sigur gegn Ajax í kvöld.

Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Hollandi í fyrri leiknum og því var allt í járnum þegar flautað var til leiks í kvöld.

Gestirnir í Ajax voru miklu mun hættulegri í fyrri hálfleik, en leikmenn Benfica stóðu vaktina vel í vörninni. Hvorugu liðinu tókst að skora fyrir hlé og því var staðan 0-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Í þau skipti sem Banfica náði að skapa hættu fyrir framan mark Ajax þá var það eftir fast leikatriði. Portúgalarnir fengu eitt slíkt þegar tæplega stundarfjórðungur var til leiksloka og úr því kom eina mark leiksins. Darwin Nunez stangaði þá aukaspyrnu Alex Grimaldo í netið og tryggði Benfica 1-0 sigur.

Benfica vann því samanlagðan 3-2 sigur í einvíginu og er á leiðinni í átta liða úrslit.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira