Íslenski boltinn

Blikar fá gambískan framherja frá Bandaríkjunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Omar Sowe í græna búningnum.
Omar Sowe í græna búningnum. blikar.is

Breiðablik hefur fengið gambíska framherjann Omar Sowe á láni frá New York Red Bulls. Hann kom til landsins í morgun.

Sowe fæddist í Gambíu en ólst upp í New Jersey í Bandaríkjunum. Hann hefur verið samningsbundinn New York Red Bulls síðan 2018. Sowe var markahæsti leikmaður varaliðs New York Red Bulls 2020 og 2021.

Hinn 21 árs Sowe lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið New York Red Bulls gegn D.C. United í MLS-deildinni 11. september á síðasta ári.

Breiðablik vantaði liðsstyrk fram á við eftir að Pétur Theodór Árnason og Juan Camilo Pérez, sem komu til félagsins í vetur, meiddust alvarlega.

Auk þeirra hefur Breiðablik fengið Ísak Snæ Þorvaldsson frá ÍA, Mikkel Qvist frá KA og Dag Dan Þórhallsson frá Fylki.

Breiðablik mætir Keflavík í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni 19. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×