Lífið

Tóku í gegn stigagang sem varð algjörlega ævintýralegur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega falleg útkoma hjá parinu.
Einstaklega falleg útkoma hjá parinu.

Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson fóru af stað með nýja þætti á Stöð 2 í gærkvöldi sem bera heitið Bætt um betur en í þáttunum taka þeir ýmiskonar rými í gegn og gera fallegri.

Í þættinum í gær tóku þeir í gegn stigagang heima hjá Huldu Hjálmarsdóttur og Jóni Þorgeiri Kristjánssyni en í stigaganginum er einnig hárgreiðslustofa.

Parið vildi breyta stigaganginum umtalsvert, dekkja hann og gera hann að ævintýraheimi.

Hér að neðan má sjá hvernig gekk hjá Kára og Ragnari.

Klippa: Tóku í gegn stigagang sem varð algjörlega ævintýralegur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×