Lífið

Sólarhringur í lífi Jacob Elordi úr Euphoria

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jakob Elordi hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn í Hollywood.
Jakob Elordi hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn í Hollywood. Skjáskot/Youtube

Vogue fékk að eyða 24 klukkustundum með leikaranum Jakob Elordi. Deginum eyddi hann meðal annars á heimilinu sinu og á flakki um Los Angeles.

Í myndbandi Vogue sést Jakob meðal annars leika við hundinn sinn og svo ræðir hann um leiklistarferilinn. Kemur hann þar meðal annars inn á það hvernig það er að leika Nate Jacobs í Euphoria, en hann hefur vakið mikla athygli fyrir hlutverk sitt í þáttunum vinsælu.

„Þetta er óraunverulegt,“ segir Jakob þegar hann sýnir útsýnið frá þakinu sínu. Þar má sjá Hollywood skiltið fræga. Hann hefur búið í Los Angeles í fjögur ár og bjó fyrst í lítilli íbúð og horfði þá með stjörnur í augunum á húsin fyrir neðan Hollywood skiltið. Nú býr hann sjálfur í einu slíku og leiklistarferillinn er kominn á flug. 

„Það er eitthvað við hvern karakter sem fólk nær að tengja við,“ segir leikarinn um Euphoria þættina. 


Tengdar fréttir

Euphoria æði á samfélagsmiðlum

Þættirnir Euphoria hafa vakið mikla athygli frá því að fyrsta serían kom út en eftir að önnur serían kom virðast þættirnir vera að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum. Áhorf þáttanna tvöfaldaðist frá fyrstu til annarrar seríu og förðunin og tískan í þáttunum hefur farið eins og stormsveipur um netheimana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×