Lífið

Aftur saman eða jafnvel aldrei í sundur

Elísabet Hanna skrifar
Parið á að hafa hætt saman í febrúar en það er fátt sem gefur það til kynna.
Parið á að hafa hætt saman í febrúar en það er fátt sem gefur það til kynna. Getty/ Alberto E. Rodriguez/Bertrand Rindoff Petroff

Leikkonan Shailene Woodley og íþróttamaðurinn Aaron Rodgers voru samkvæmt heimildum hætt saman. Þau staðfestu þó aldrei sambandsslitin sjálf og virðast í dag vera byrjuð aftur saman eða hafa mögulega alltaf verið saman.

Heimildarmaður segir sambandið búið

Í febrúar gaf heimildarmaður þær upplýsingar að parið hafi slitið trúlofun sinni en þau trúlofuðust ári áður. Sambandsslitin voru stórar fréttir erlendis en parið staðfesti sambandsslitin þó aldrei sjálf. Stuttu eftir að fréttirnar fóru á flug setti Aaron mynd á samfélagsmiðla sína með eftirfarandi texta til Shailene ásamt mynd af þeim að kúra.

Myndin sem Aaron birti af þeim með textanum.Skjáskot/Instagram
„Takk fyrir að leyfa mér að eltast við þig fyrstu mánuðina eftir að við hittumst og loksins leyfa mér að ná þér og vera partur af lífinu þínu. Takk fyrir að standa alltaf með mér, fyrir ótrúlegu góðmennskuna sem þú sýnir mér og öllum sem þú hittir og fyrir að sýna mér hvernig skilyrðislaus ást lítur út. Ég elska þig og er þakklátur fyrir þig.“

Reyndi mögulega að blása af sögusagnir

Þegar Aaron setti myndina og textann í loftið komu fréttir um það að hann væri að heiðra fyrrverandi unnustu sína á samfélagsmiðlum en sumir veltu því fyrir sér hvort hann hafi verið að reyna að blása á sögusagnir um að þau væru hætt saman. Sérstaklega þar sem hann sagði í viðtali daginn eftir að hún væri frábær félagi til þess að fara í gegnum lífið með og að eiga slíkan félaga geri lífið betra.

Aftur eða alltaf saman

Nú hefur parið sést saman meðal annars í brúðkaupi vina sinni, versla í matin og í ferðalagi til Flórída þar sem hann er að byrja að spila. Þá segja heimildir að þau séu byrjuð aftur saman. Parið er ekki mikið að ræða sambandið í fjölmiðlum svo það verður áhugavert að sjá hvort að við fáum einhverntímann svör við því hvort að þau séu byrjuð aftur saman eða hafi hreinlega alltaf verið saman. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×