Íslenski boltinn

Ágúst Orri til sænsku meistaranna

Sindri Sverrisson skrifar
Ágúst Orri Þorsteinsson er kominn til Malmö.
Ágúst Orri Þorsteinsson er kominn til Malmö. Malmö FF

Knattspyrnumaðurinn ungi Ágúst Orri Þorsteinsson er genginn í raðir sænsku meistaranna í Malmö og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við félagið.

Ágúst Orri, sem er 17 ára sóknarsinnaður miðjumaður, er uppalinn hjá Breiðabliki og náði að leika einn leik með liðinu í efstu deild á síðustu leiktíð.

Hjá Malmö hittir Ágúst Orri fyrir íslensk/serbneska þjálfarann Milos Milojevic sem ráðinn var þjálfari meistaranna í vetur. Ágúst Orri mun þó til að byrja með æfa með U19-liði félagsins og hefur þegar hafið æfingar.

Ágúst Orri á að baki fimm leiki fyrir U17-landslið Íslands. Hann er annar ungi leikmaðurinn sem yfirgefur Breiðablik á skömmum tíma því áður hafði Galdur Guðmundsson verið kynntur sem nýr leikmaður FC Kaupmannahafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×