Körfubolti

Sara stigahæst hjá Phoenix í undanúrslitaleiknum

Atli Arason skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir í landsleik gegn Lúxemborg.
Sara Rún Hinriksdóttir í landsleik gegn Lúxemborg. mynd/kkí

Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í liði Phoenix Constanta sem þó tapaði með 23 stigum gegn Satu Mare, 67-90, í undanúrslitum rúmensku bikarkeppninnar í körfubolta.

Sara gerði 17 stig ásamt því að taka 8 fráköst og gefa 2 stoðsendingar á 28 mínútum. Aðeins kanarnir í lið Satu Mare gerðu fleiri stig en Sara í leiknum. Satu Mare fer með sigrinum í úrslitaleik bikarkeppninnar þar sem þær munu mæta annaðhvort Sepsi eða Alexandria í úrslitum.

Næsti leikur Söru og Phoenix Constanta er í deildinni gegn Alexandria þann 12 mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×