Sport

Dag­skráin í dag: Eitt­hvað fyrir alla á boð­stólnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR tekur á móti Keflavík í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag.
KR tekur á móti Keflavík í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Vísir/Hulda Margrét

Það er svo sannarlega nóg um að vera, eitthvað fyrir alla, á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Alls eru 9 beinar útsendingar á dagskrá í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 11.50 hefst útsending frá leik KR og Keflavíkur í Lengjubikar karla í fótbolta. Það er alltaf hart barist þegar þessi lið mætast og má reikna með hörkuleik í dag. 

Klukkan 17.55 er komið að leik Breiðabliks og ÍA í Lengjubikar karla en þegar þessi lið mætast á undirbúningstímabilinu er hægt að bóka nóg af mörkum, það má því reikna með markasúpu í kvöld.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 12.25 hefst útsending frá leik Blackburn Rovers og Queens Park Rangers í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Það er alltaf líf og fjör í B-deildinni og nóg skorað.

Klukkan 17.00 er leikur Detroit Pistons og Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Salernitana og Bologna í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Klukkan 16.50 er komið að leik Empoli og Juventus í sömu deild. Að lokum er leikur Sassuolo og Fiorentina á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Fram og Víkings í Olís-deild karla í handbolta.

Stöð 2 Golf

Klukkan 18.00 er The Honda Classic-mótið á dagskrá. Það er hluti af PGA-mótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×