Handbolti

Upphitun Seinni bylgjunnar: Uppgjör tveggja liða sem þurfa að gefa í

Sindri Sverrisson skrifar
Stjarnan og Selfoss þurfa að sýna að þau eigi meira inni en virst hefur að undanförnu, að mati Ásgeirs.
Stjarnan og Selfoss þurfa að sýna að þau eigi meira inni en virst hefur að undanförnu, að mati Ásgeirs. vísir/hulda margrét

Strákarnir í Seinni bylgjunni hituðu vandlega upp fyrir 16. umferðina í Olís-deild karla í handbolta og þáttinn má sjá hér á Vísi.

Einn athyglisverðasti leikur umferðarinnar er viðureign Stjörnunnar og Selfoss sem vilja bæði freista þess að koma sér í hóp efstu fjögurra fyrir úrslitakeppnina.

Stjörnumenn hafa verið í basli á nýju ári eftir góða frammistöðu fyrir jól en eru í 5. sæti, þremur stigum fyrir ofan Selfoss sem er í 6. sæti.

Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að viðvörunarbjöllur klingi hjá báðum liðum en spáir Selfyssingum sigri:

„Ég held að Selfoss taki þennan leik. Mér finnst þeir líklegri eins og staðan er núna. Það væri erfitt fyrir Stjörnuna sem gæti mögulega farið að missa Selfoss upp fyrir sig. Þetta verður geggjuð barátta og mjög skemmtilegur leikur,“ sagði Ásgeir í þættinum sem sjá má hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 16. umferð

Covid hefur haft sín áhrif á fyrsta mánuðinn í Olís-deild karla eftir jóla- og EM-hléið en nú er lokaspretturinn fyrir úrslitakeppnina að hefjast og mikið undir í hverjum leik. Leik FH og ÍBV var þó frestað vegna vegna veðurs.

Sextánda umferð:

Laugardagur

  • 14:00 Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 4)

Sunnudagur

  • 16:00 Valur - KA
  • 16:30 Afturelding - HK
  • 18:00 Haukar - Grótta
  • 19:30 Stjarnan - Selfoss (Stöð 2 Sport)

Mánudagur

  • 21.10 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×