Körfubolti

Heiðursstúkan: Hvor veit meira um Subway-deildina? Brynjar eða Pavel?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij sjást hér eigast við í Heiðursstúkunni.
Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij sjást hér eigast við í Heiðursstúkunni. Stöð 2 Sport

Heiðursstúkan er þáttur sem verður einu sinni í viku á Vísi en þriðji þátturinn er nú kominn inn á vefinn.

Um er að ræða spurningaþátt sem tengist leikjum og mótum sem eru á Stöð 2 Sport. Heiðursstúkan verður sýnd á Vísi alla föstudaga. Jóhann Fjalar Skaptason stýrir þættinum.

Þema þriðja þáttarins er Subway-deild karla í körfubolta en næsta umferð fer fram í næstu viku.

Gestir þáttarins að þessu sinni voru tveir af sigursælustu leikmönnum Íslandsmótsins frá upphafi eða þeir Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij. Brynjar Þór hefur átta sinnum orðið Íslandsmeistari en Pavel sjö sinnum.

Alla Íslandsmeistaratitlana hafa þeir unnið með KR en Pavel er reyndar leikmaður Vals í dag.

Nú er bara að sjá hvað þeir félagar vita um Subway-deild karla í körfubolta, deildina sem þeir hafa unnið svo oft.

Klippa: Heiðursstúkan - Þáttur 3: Subway-deild karla í körfubolta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×