Fótbolti

Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í markalausu jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
UEFA Champions League: FC Krasnodar vs PAOK Thessaloniki KRASNODAR, RUSSIA - SEPTEMBER 22, 2020: FC PAOK Thessaloniki's Sverrir Ingi Ingason in the 2020/2021 UEFA Champions League Play-off Round Leg 1 football match against FC Krasnodar at Krasnodar Stadium. Andrei Shramko/TASS (Photo by Andrei Shramko\TASS via Getty Images)
UEFA Champions League: FC Krasnodar vs PAOK Thessaloniki KRASNODAR, RUSSIA - SEPTEMBER 22, 2020: FC PAOK Thessaloniki's Sverrir Ingi Ingason in the 2020/2021 UEFA Champions League Play-off Round Leg 1 football match against FC Krasnodar at Krasnodar Stadium. Andrei Shramko/TASS (Photo by Andrei Shramko\TASS via Getty Images)

Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK eru að missa Ögmund Kristinsson og félaga í Olympiakos langt frá sér í baráttunni um gríska meistaratitilinn.

Bæði lið voru í eldlínunni í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

PAOK gerði markalaust jafntefli við Aris á útivelli þar sem Sverrir Ingi lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK.

Á sama tíma tryggði Mathieu Valbuena Olympiakos 0-1 sigur á Volos og er munurinn á PAOK og Olympiakos því orðin ellefu stig í efstu tveimur sætum deildarinnar.

Ögmundur Kristinsson sat allan tímann á varamannabekk Olympiakos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×