Innlent

Sakaður um nauðgun fyrir tólf árum meðan konan svaf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/vilhelm

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa á heimili sínu í desember fyrir rúmum tólf árum haft samræði og önnur kynferðismök við konu.

Brotið átti sér stað á heimili karlmannsins í Reykjavík en í ákæru segir að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga.

Karlmanninum er gefið að sök að hafa fyrstu stungið fingri inn í leggöng konunnar og í framhaldi af því haft við hana samræði.

Einkaréttakrafa af hálfu brotaþola í málinu hljómar upp á 2,5 milljónir króna auk vaxta frá árinu 2009. Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 1. mars.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×