Innlent

Veiran náði í skottið á Sigurði Inga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson er slappur en vonast til að jafna sig fljótt af veikindunum.
Sigurður Ingi Jóhannsson er slappur en vonast til að jafna sig fljótt af veikindunum. Vísir/Hulda Margrét

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er með Covid-19. Sigurður Ingi greinir frá þessu á Facebook.

„Jæja, eftir rúmlega tveggja ára heimsfaraldur náði veiran loks í skottið á mér. Hef haft það betra en vona að ég nái þessu fljótt úr mér. Suðurlandið er aftur á móti við hestaheilsu og skartar sínu fegursta fyrir utan gluggann,“ segir Sigurður Ingi.

Meirihluti ríkisstjórnarinnar hefur greinst með Covid-19. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var fyrstur þann 27. desember og í framhaldinu greindust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra smitaðist á EM í handbolta í Ungverjalandi í janúar. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra greindist við komuna til landsins úr fríi fyrir þremur vikum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindist í síðustu viku og nú er Sigurður Ingi sjöundi ráðherrann til að greinast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×