Sport

Eiginkonan upp á spítala í miðjum leik til að fæða barn

Sindri Sverrisson skrifar
Van Jefferson með nýfæddan soninn í höndunum. Þau Samaria áttu fyrir fimm ára gamla dóttur.
Van Jefferson með nýfæddan soninn í höndunum. Þau Samaria áttu fyrir fimm ára gamla dóttur.

Van Jefferson fékk þær upplýsingar frá pabba sínum og fimm ára dóttur, strax eftir að hafa unnið Super Bowl, að annað barn þeirra Samariu eiginkonu hans væri á leiðinni í heiminn.

Jefferson þaut inn til búningsklefa og kom sér beint upp á spítala til að geta verið viðstaddur fæðinguna, samkvæmt Jourdan Rodrigue fréttamanni The Athletic.

Samaria var á meðal áhorfenda á Ofurskálarleiknum í Los Angeles í gær, á SoFi-leikvanginum. Settur fæðingardagur var hins vegar 17. febrúar og því ljóst að ekki væri mjög langt í fæðingu.

Samaria byrjaði hins vegar að fá hríðir á meðan á leiknum stóð og fór því strax á spítalann, áður en Van Jefferson og félagar höfðu tryggt sér NFL-meistaratitilinn.

Jefferson átti sinn þátt í sigrinum í úrslitaleiknum en hann greip boltann fjórum sinnum gegn Cincinnati Bengals í gær, áður en hann hljóp af stað til að sjá nýja erfingjann fæðast.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×