Fótbolti

Schalke misstígur sig í toppbaráttunni

Atli Arason skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson í treyju Schalke 04.
Guðlaugur Victor Pálsson í treyju Schalke 04. Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images

Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Schalke 04 og lék allan leikinn með fyrirliðabandið á upphandleggnum í 2-1 tapi gegn Dusseldorf í næst efstu deild Þýskalands í dag.

Gestirnir frá vestur Þýskalandi voru yfir í hálfleik þökk sé marki Blendi Idrizi en heimamenn í Dusseldorf svörðuðu fyrir sig með tveimur mörkum á tíu mínúta kafla í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat.

Eftir tapið eru Guðlaugur Victor og félagar í 5. sæti með 37 stig, fjórum stigum á eftir toppliði St. Pauli þegar öll lið í deildinni hafa leikið 22 leiki.

Dusseldorf er hins vegar enn þá í fallsæti með 23 stig, einu stigi frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×