Fótbolti

AC Milan komið í efsta sætið á Ítalíu

Atli Arason skrifar
Leikmenn Milan fagna 
Leikmenn Milan fagna  Getty Images

AC Milan tyllti sér í toppsæti ítölsku Serie-A deildarinnar þegar liðið hafði betur gegn Sampdoria í dag með einu marki gegn engu.

Rafael Leno, vængmaður Milan, gerði eina mark leiksins á áttundu mínútu þegar hann fór illa með Bereszynski, hægri bakvörð Sampdoria, eftir stoðsendingu markvarðarins Mike Maignan yfir völlinn endilangan.

Með sigrinum er Milan komið með 55 stig og fer því upp fyrir Inter með einu stigi en Inter gerði jafntefli við Napoli í gær. Inter á þó einn leik til góða á Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×