Viðskipti innlent

Mikil endur­nýjun í stjórn Við­skipta­ráðs Ís­lands

Eiður Þór Árnason skrifar
Formaður og ný stjórn Viðskiptaráðs Íslands.
Formaður og ný stjórn Viðskiptaráðs Íslands.

Ari Fenger hefur verið endurkjörinn formaður Viðskiptaráðs Íslands til næstu tveggja ára. Þetta var kynnt á aðalfundi ráðsins í morgun og niðurstaða stjórnarkjörs sömuleiðis. Í stjórn Viðskiptaráðs sitja 37 einstaklingar auk formanns.

Fram kemur í tilkynningu að ríflega helmingur hinnar nýkjörnu stjórnar komi nýr að stjórnarborðinu, eða 21 stjórnarmaður. Sextán stjórnarmenn voru endurkjörnir auk Ara Fenger sem var endurkjörinn formaður.

Eftirtalin hafa verið kjörin í stjórn Viðskiptaráðs Íslands til ársins 2024

  • Ásmundur Tryggvason, Íslandsbanki
  • Benedikt Gíslason, Arion banki
  • Bogi Nils Bogason, Icelandair
  • Brynja Baldursdóttir, Motus
  • Eggert Þ. Kristófersson, Festi
  • Einar Örn Ólafsson, Play
  • Elísabet Einarsdóttir, BBA
  • Erna Gísladóttir, BL
  • Eva Bryndís Helgadóttir, LMG Lögmenn
  • Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, Marel
  • Guðjón Auðunsson, Reitir fasteignafélag
  • Guðrún Ragnarsdóttir, Strategía
  • Haraldur Þórðarson, Fossar markaðir
  • Helga Valfells, Crowberry Capital
  • Helgi Rúnar Óskarsson, 66°Norður
  • Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, Creditinfo - Lánstraust
  • Hrund Rudolfsdóttir, Veritas
  • Inga Jóna Friðgeirsdóttir, Brim
  • Jón Þorsteinn Oddleifsson, Ölgerðin
  • Kolbrún Hrafnkelsdóttir, Florealis
  • Lárus Welding, Pure Holding
  • Lilja Björk Einarsdóttir, Landsbankinn
  • Magnús Magnússon, Hagar
  • Margrét Lára Friðriksdóttir, Össur
  • Margrét Pétursdóttir, EY
  • Marinó Örn Tryggvason, Kvika
  • Salóme Guðmundsdóttir, Einstaklingsaðild
  • Sigríður Vala Halldórsdóttir, Sjóvá
  • Sæmundur Sæmundsson, Efla
  • Tómas Már Sigurðsson, HS orka
  • Vilhelm Már Þorsteinsson, Eimskip
  • Þorsteinn Pétur Guðjónsson, Deloitte
  • Þór Sigfússon, Sjávarklasinn
  • Þórhildur Ólöf Helgadóttir, Íslandspóstur
  • Þórólfur Jónsson, LOGOS
  • Ægir Már Þórisson, Advania
  • Örn Gunnarsson, LEX




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×