Viðskipti innlent

Bein út­sending: Bestu ís­lensku vöru­merkin

Eiður Þór Árnason skrifar
Þetta er annað árið í röð sem brandr verðlaunar íslensk vörumerki. 
Þetta er annað árið í röð sem brandr verðlaunar íslensk vörumerki.  aðsend

Vörumerkja­stof­an brandr mun útnefna „Bestu ís­lensku vörumerkin“ í annað sinn klukkan 12 í dag. Viðurkenningar eru veittar í fjór­um flokk­um, sem er skipt upp eft­ir starfs­manna­fjölda og því hvort vörumerk­in starfi á ein­stak­lings- eða fyr­ir­tækja­markaði. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan.

Verðlaun­in eru veitt á grund­velli vörumerkja­stefnu fyr­ir­tækja og er meðal annars litið til viðskiptalík­ana og staðfærslu þeirra við valið. Í tilkynningu frá brandr segir að markmiðið með verðlaununum sé að efla umræðu um mik­il­vægi góðrar vörumerkja­stefnu og verðlauna fyr­ir­tæki sem stóðu sig best á þessu sviði á síðasta ári.

Í október var kallað eftir tillögum frá almenningi og valnefnd, sem skipuð er fimmtíu sérfræðing­um úr at­vinnu­líf­inu og fræðasam­fé­lag­inu.

Í kjölfarið var óskað eftir því að tilnefnd vörumerkum skiluðu inn gögnum og kynningu. Niðurstöður kannanna og einkunnargjafar valnefndar sker svo úr hvert sterkasta vörumerkið er í hverjum flokki.

Eftirfarandi vörumerki hljóta til­nefn­ingu í ár

Fyr­ir­tækja­markaður, starfs­fólk 50 eða fleiri: Advania, Kerecis, Kvika, Meniga, Origo.

Fyr­ir­tækja­markaður, starfs­fólk 49 eða færri: Aka­dem­i­as, Al­freð, Lucinity, Men&Mice, Sahara.

Ein­stak­lings­markaður, starfs­fólk 50 eða fleiri: 66 norður, Heimkaup, Lyfja, Nova, Play, Sky Lagoon, Te & Kaffi.

Ein­stak­lings­markaður, starfs­fólk 49 eða færri: As we grow, Blush, Eldum rétt, Hopp, Omnom, Vaxa, Vök baths.


Tengdar fréttir

Þurfa sterkt vörumerki til að laða til sín hæfasta starfsfólkið

„Það sem er mest vaxandi anginn í vörumerkjastjórnun í dag er það sem kallast á ensku employer branding, þar sem fyrirtæki eru að byggja sig upp sem vörumerkti til þess að geta laðað til sín hæfasta starfsfólkið,“ segir Friðrik Larsen stofnandi brandr og dósent við Háskóla Íslands.

Til­nefndu bestu vöru­merki ársins

24 fyrirtæki eru tilnefnd til markaðsverðlaunanna Bestu íslensku vörumerkin árið 2021. Vörumerkin eru tilnefnd í fjórum mismunandi flokkum og eru verðlaunin veitt af vörumerkjastofunni brandr annað árið í röð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×