Fótbolti

KR-ingar komnir í úrslit Reykjavíkurmótsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stefán Árni Geirsson skoraði annað mark KR-inga í kvöld.
Stefán Árni Geirsson skoraði annað mark KR-inga í kvöld. Vísir/Vilhelm

KR mætir Val í úrslitum Reykjavíkurmótsins í fótbolta eftir 3-1 sigur gegn Fram í undanúrslitum í kvöld.

Það voru þó Framarar sem komust yfir í kvöld með marki frá Guðmundi Magnússyni áður en Stefán Árni Geirsson sá til þess að staðan var jöfn í hálfleik.

Kristinn Jónsson kom KR-ingum yfir eftir rúmlega klukkutíma leik og Sigurður Bjartur Hallson gulltryggði KR-ingum sigurinn með marki á lokamínútu leiksins.

KR-ingar mæta því Valsmönnum í úrslitum Reykjavíkurmótsins á sunnudaginn, en Fram mætir Íslandsmeisturum Víkings í leik um þriðja sætið sama dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×