Fótbolti

Ítalski boltinn snýr aftur á Stöð 2 Sport

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert Guðmundsson gæti þreytt frumraun sína með Genoa á laugardaginn.
Albert Guðmundsson gæti þreytt frumraun sína með Genoa á laugardaginn. twitter-síða genoa

Ítalska úrvalsdeildin snýr aftur á Stöð 2 Sport. Tveir Íslendingar leika í deildinni.

Albert Guðmundsson er nýgenginn í raðir Genoa og Stöð 2 Sport sýnir beint frá fyrsta leik hans með liðinu, gegn strákunum hans Josés Mourinho í Roma í ítölsku höfuðborginni á laugardaginn. Eftir hann er svo komið að stórleik grannliðanna Inter og AC Milan.

Hörð barátta er á toppi deildarinnar. Inter er efst með 53 stig, fjórum stigum meira en Napoli og Milan.

Arnór Sigurðsson leikur með nýliðum Venezia sem fá Napoli í heimsókn í beinni útsendingu á sunnudaginn. Venezia er í harðri fallbaráttu.

Alls verða átta leikir sýndir beint úr ítölsku úrvalsdeildinni á sportrásum Stöðvar 2 um helgina.

Leikir helgarinnar á Stöð 2 Sport

Laugardagur 5. febrúar

  • Kl. 14:00 Roma-Genoa, Stöð 2 Sport 4
  • Kl. 17:00 Inter-AC Milan, Stöð 2 Sport 4
  • Kl. 19:45 Fiorentina-Lazio, Stöð 2 Sport 3

Sunnudagur 6. febrúar

  • Kl. 11:30 Atalanta-Cagliari, Stöð 2 Sport 3
  • Kl. 14:00 Venezia-Napoli, Stöð 2 Sport 3
  • Kl. 17:00 Udinese-Torino, Stöð 2 Sport 3
  • Kl. 19:45 Juventus-Verona, Stöð 2 Sport 3

Mánudagur 7. febrúar

  • Kl. 19:45 Salernitana-Spezia, Stöð 2 Sport 2

Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×